Listhlaup á skautum

Kristján Kristjánsson

Listhlaup á skautum

Kaupa Í körfu

HILDUR Ómarsdóttir, Skautafélagi Reykjavíkur, og Audrey Freyja Clarke, Skautafélagi Akureyrar, sigruðu í sínum flokkum á Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Alls mættu 13 stúlkur frá þremur félögum, SA, SR og Birninum, til leiks og sýndu þær oft á tíðum glæsileg tilþrif á svellinu. Keppt var í tveimur aldursflokkum, Novice-flokki 14 ára og yngri og Junior-flokki 13-18 ára en stúlkurnar þurfa þó að hafa náð ákveðinni færni til að geta tekið þátt. Á laugardag var keppt í skylduæfingum, sem gilda þriðjung af heildareinkunn og í gær sunnudag var keppt í frjálsum æfingum Myndatexti: Audrey Freyja Clarke í frjálsu æfingunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar