Aftökur og útrýmingar

Kristján Kristjánsson

Aftökur og útrýmingar

Kaupa Í körfu

AFTÖKUR og útrýmingar er sameiginlegt heiti á þremur sýningum sem opnaðar voru í Listasafninu á Akureyri á laugardag, en með þeim hófst tíunda starfsár safnsins. Sýningin Hitler og hommarnir eftir David McDermott og Peter McGough frá New York fjallar um útrýmingu samkynhneigðra á nasistatímanum, Aftökuherbergi eftir Lucindu Devlin samanstendur af 30 ljósmyndum sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda áratugnum og Hinstu máltíðir eftir Barböru Caveng er sýning ljósmynda af síðustu máltíðum dauðadæmdra fanga, en gestir eiga þess kost að skoða skýrslur hvers fanga fyrir sig og upplifa það ferli sem þeir ganga í gegnum áður en stundin rennur upp. myndatexti: Sýning sem hefur mjög djúpstæð áhrif," sagði Jóhann Ingimarsson sem er fyrir miðri mynd ásamt Sigríði Pálínu Erlingsdóttur og Erlingi Sigurðarsyni að skoða sýningu um hinstu máltíðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar