Rakstur frumsýning

Rakstur frumsýning

Kaupa Í körfu

Nýtt íslenskt leikrit, Rakstur, eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudag. Leikritið segir frá þremur rökurum á lítilli rakarastofu árið 1969 og viðskiptavinum þeirra. Lífið virðist ósköp fábreytt á þessari litlu stofu en miklir breytingatímar eru að ganga yfir, maðurinn lendir á tunglinu og bítlalubbar í algleymi. Á meðan á hver sína gleði, sorgir og leyndarmál og hver lítur atburði samtíðarinnar sínum augum. Myndatexti: Eins og við var að búast ríkti mikil kátína meðal leikara að lokinni sýningu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heilsaði upp á leikara og höfund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar