Brids - Íslandsmeistarar í tvímenningi 1999

Arnór Ragnarsson

Brids - Íslandsmeistarar í tvímenningi 1999

Kaupa Í körfu

BRIDS - Bridshöllin, Þönglabakka Ásmundur og Matthías Íslandsmeistarar í tvímenningi ÍSLANDSMÓTIÐ Í TVÍMENNINGI 1999 Fjörutíu pör. - 13.-14. nóvember. - Aðgangur ókeypis. ÁSMUNDUR Pálsson og Matthías Þorvaldsson sigruðu með miklum yfirburðum í Íslandsmótinu í tvímenningi sem fram fór um helgina. Þeir tóku forystuna í mótinu í 26. umferðinni og juku hana til leiksloka og áttu 100 stig til góða á næsta par þegar upp var staðið. Árangur þeirra félaga er nokkuð athygliverður fyrir þær sakir að þeir hafa ekki mikið spilað saman og Matthías hefir nær ekkert spilað í á annað ár. MYNDATEXTI:Sigurvegararnir í Íslandsmótinu í tvímenningi 1999. Talið frá vinstri: Erlendur Jónsson, Sigurjón Tryggvason, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrrir Ármannsson og Íslandsmeistararnir Ásmundur Pálsson og Matthías Þorvaldsson. Daman á myndinni er Hrafnhildur Ýr Matthíasdóttir, dóttir Matthíasar Þorvaldssonar og Ljósbrár Baldursdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar