Ferðamenn í frosti

Morgunblaðið RAX

Ferðamenn í frosti

Kaupa Í körfu

Kuldinn kom ekki í veg fyrir að erlendir ferðamenn héldu í dagsferð um Suðurland í gær. Frostið fór þá upp fyrir 10 stig, en spáð er heldur minna frosti næstu daga. Ferðamennirnir skoðuðu meðal annars Seljalandsfoss og Skógafoss, fóru á Sólheimajökul og gengu um Reynisfjöru. Þeim fannst mikið til Seljalandsfoss koma í vetrarhamnum. "Krafturinn er mikill og ísinn fallegur," sagði Ulf Bromietzki, sem dvelur hér í viku ásamt konu sinni, Anne Gret Bromietzki. Þau segja upplifunina allt annars eðlis en þau hafi kynnst annars staðar að sumri til. Kristaltær klakinn glansi undan fossúðanum eins og ómótað listaverk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar