Sauðburður á Tálknafirði

Finnur Pétursson

Sauðburður á Tálknafirði

Kaupa Í körfu

FENGITÍMINN er búinn á flestum bæjum og því nokkrir mánuðir í að lömb fari almennt að fæðast. Ærin Botna á Tálknafirði ruglaðist hins vegar eitthvað í tímatalinu og bar einu lambi sl. laugardag. Þessi sérstaki burðartími er hins vegar ekki mjög óvenjulegur á Tálknafirði því að þetta er þriðja árið í röð sem sauðburður hefst á þessum árstíma í firðinum. Eigandi Botnu er Kristinn H. Marinósson en sl. tvö ár hafa ær í eigu Sigríðar Etnu, systur Kristins, borið fyrst. Svo skemmtilega vildi til, að Botna bar á afmælisdegi Sigríðar Etnu. Á myndinni er Sigríður Etna með lambið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar