Alan Busk

Halldór Kolbeins

Alan Busk

Kaupa Í körfu

Daninn Allan Busk hefur verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í karate og er samningur hans við karatesamband Íslands til tveggja ára. Busk, sem er 28 ára gamall, er margreyndur keppnismaður sem unnið hefur til margra verðlauna á keppnisferli sínum, meðal annars á heims- og Evrópumótum og þá hefur hann verið landsliðsþjálfari Dana undanfarin ár. Hann mun halda áfram að keppa samhliða því að þjálfa íslenska landsliðið og segir Ólafur Wallewik, formaður Karatesambands Íslands, að það eigi ekki að koma niður á starfi Busk. Myndatexti: Halldór Svavarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í karate, og Allan Busk, sem hefur tekið við þjálfun landsliðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar