Arnór Sveinsson

Kristján Kristjánsson

Arnór Sveinsson

Kaupa Í körfu

Skipverji á Harðbak EA slasaðist á miðunum Arnór Sveinsson háseti á Harðbak EA, ísfisktogara Útgerðarfélags Akureyringa, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að fótbrotna um borð í skipi sínu á miðunum úti fyrir Norðausturlandi sl. föstudagskvöld. Arnór sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið alveg ljóst fyrir í upphafi að um beinbrot væri að ræða en fljótlega var haft samband við lækni, sem vildi fá hann strax í land. Hins vegar hefði læknirinn jafnframt talið það mögulegt að ljúka veiðiferðinni ef hann væri ekki mjög kvalinn og varð það niðurstaðan. Arnór var því fótbrotinn um borð í tæpa þrjá sólarhringa en Harðbakur kom til Akureyrar um miðjan dag á mánudag. MYNDATEXTI: Arnór Sveinsson í gifsi upp fyrir hné heima í stofu á Akureyri, eftir að hann slasaðist um borð í Harðbak EA, ísfisktogara ÚA. Arnór Sveinsson í gipsi upp fyrir hné heima í stofu á Akureyri, eftir að hann slasaðist um borð í Harðbak EA, ísfisktogara ÚA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar