Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir

Þorkell Þorkelsson

Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir

Kaupa Í körfu

Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir er þrítug í dag Klukkan var 20 mínútur gengin í eitt þriðjudaginn 23. janúar árið 1973, þegar dóttir Esterar Árnadóttur og Hilmars Jónassonar frá Vestmannaeyjum leit dagsins ljós í Reykjavík. Gleðin yfir fæðingu dótturinnar hefur áreiðanlega verið mikil, en hugur foreldranna var þó líka heima í Eyjum. Þar hafði jörð klofnað um nóttina og bæjarbúar flúið upp á land. Foreldrarnir ákváðu að minnast þessa atburðar í nafngift litlu stúlkunnar. Eyjastúlkan litla, sem í dag fagnar þrítugsafmælinu, var nefnd Jóhanna Eldborg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar