Páll Magnússon

Páll Magnússon

Kaupa Í körfu

Páll Magnússon frétti af gosinu um miðja nótt Ég var 18 ára, nýkominn aftur til Reykjavíkur eftir jólafrí heima í Eyjum. Við leigðum saman litla íbúð í Kópavogi - ég og góður bekkjarbróðir minn að norðan. Hann hafði farið á skólaball og kom askvaðandi inn í herbergi til mín með fréttirnar um miðja nótt. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri að segja satt. Hann var grínaktugur og skemmtilegur strákur fyrir utan að hann hafði komið talsvert léttur af ballinu. Ég vísaði honum því samstundis á dyr - sagðist vilja fá frið til að sofa. Hann lét sér ekki segjast og uppástóð að hann hefði heyrt fréttirnar í útvarpinu í leigubílnum á leiðinni heim. Þá var mér nóg boðið, henti honum út úr herberginu og læsti hurðinni. Eftir talsverðan fyrirgang frammi heyrði ég síðan að hann var kominn með útvarpið alveg upp að læstum dyrunum og æpti: "Trúir þú mér núna? Trúir þú mér núna?" segir Páll Magnússon framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfðagreiningar og sonur Magnúsar H. Magnússonar þáverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. MYNDATEXTI: Páll Magnússon: "Það var einfaldlega malbikað yfir þessar tilfinningar á þessum tíma."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar