Guðlaugur með hvalrengi í Nóatúni

Þorkell Þorkelsson

Guðlaugur með hvalrengi í Nóatúni

Kaupa Í körfu

ÞEIR eru sjálfsagt ófáir súrbitarnir sem hverfa munu ofan í landann í dag enda markar bóndadagurinn upphaf þorrans. Hjá mörgum verður þorramáltíðin sérstaklega kærkomin í ár því í fyrsta sinn til fjölda ára er súrsað rengi á boðstólum. Færri vita kannski að rengið atarna var verkað hér á landi á haustmánuðum. Þrír starfsmenn Hvals hf. í Hafnarfiði sáu um verkun hvalsins sem fluttur var inn frá Noregi af þessu tilefni, þeirra á meðal Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson sem starfaði áður við Hvalstöðina í Hvalfirði. MYNDATEXTI: Guðlaugur segir súrt rengi ómissandi á þorranum enda rýkur það út um þessar mundir og þau 8,3 tonn sem verkuð voru langt komin ofan í landann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar