Námskynning Háskóli Íslands

Námskynning Háskóli Íslands

Kaupa Í körfu

MARGIR notfærðu sér kynningu sem fór fram á alþjóðadegi Háskóla Íslands í Háskólabíói á fimmtudag og var fullt út úr dyrum á tímabili. Kynningin fór fram með ýmsum hætti. Erlendir stúdentar við Háskóla Íslands og íslenskir fyrrverandi skiptistúdentar veittu upplýsingar um nám í ýmsum löndum. Í öðru lagi kynntu ýmiss fyrirtæki, stofnanir og fulltrúar sendiráða þjónustu sína við námsmenn og í þriðja lagi voru flutt erindi um stúdentaskipti og nám erlendis. Alþjóðadagur Háskóla Íslands hefur verið haldinn með svipuðu sniði undanfarin ár. Guðný Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Alþjóðaskrifstofu háskólasviðsins, segir að kynning með þessum hætti sé mjög mikilvæg, en tilgangurinn sé að gefa íslenskum stúdentum innsýn í alla þá möguleika, sem þeir hafa til að taka hluta af námi sínu erlendis, en í mörgum tilfellum sé skylda að taka hluta námsins erlendis. Jafnframt gefist erlendum stúdentum tækifæri til að kynna sína heimaskóla auk þess sem stofnanir kynni þjónustu sína. myndatexti: Margir kynntu sér námsmöguleika og fleira viðkomandi námi á alþjóðadegi Háskóla Íslands í Háskólabíói

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar