Valdimar Ingi Gunnarsson

Kristján Kristjánsson

Valdimar Ingi Gunnarsson

Kaupa Í körfu

MEIRI hætta er á tjóni á búnaði í fiskeldi á Íslandi sem og er vöxtur minni og meiri hætta á afföllum en víða annars staðar og því er mikilvægt að draga úr þessu tjóni sem og afföllum á fiski í sjókvíum. Meginmunur á aðstæðum til þorskeldis á Íslandi og í samkeppnislöndum er að sá hluti eldisferlisins sem fram fer í sjókvíum er okkur í óhag. Þetta kemur fram í skýrslu um stefnumótun í þorskeldi sem Valdimar Ingi Valdimarsson starfsmaður verkefnisins Þorskeldi á Íslandi kynnti á þorskeldisdegi sem haldinn var á Akureyri í gær. Hann sagði að skilgreina þyrfti betur náttúrulegar aðstæður til fiskeldis og að hanna þyrfti að prófa búnað sem hentar betur íslenskum aðstæðum myndatexti :Valdimar Ingi Gunnarsson starfsmaður verkefnisins Þorkeldi á Íslandi, stefnumótun og upplýsingabanki, kynnti stöðu verkefnisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar