Caput - hópurinn

Caput - hópurinn

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var einu sinni rauðhærður maður sem hafði engin augu og engin eyru. Hann hafði heldur ekkert hár svo það var aðeins til málamynda að hann var kallaður rauðhærður." Þannig hefjast Örsögur, eftir Hafliða Hallgrímsson við texta eftir rússneska skáldið Daniil Kharms. Örsögur er annað tveggja verka sem flutt verða á tónleikum Caput í Salnum annað kvöld kl. 20.00, hitt er tuttugustu aldar klassík, Sagan af dátanum eftir Ígor Stravinskíj. Hafliði verður sjálfur sögumaður í eigin verki, en Felix Bergsson í Sögunni af dátanum. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson myndatexti: Caput: hér er hluti þeirra sem leika á tónleikunum annað kvöld. Aftast situr Guðni Franzson, í miðju sitja Eiríkur Örn Pálsson, Steef van Oosterhout, Zbigniew Dubik og Hávarður Tryggvason, og fremst sitja Marta Guðrún Halldórsdóttir, Hafliði Hallgrímsson og Felix Bergsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar