Saltfjall í Grindavík

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Saltfjall í Grindavík

Kaupa Í körfu

GUÐMUNDUR Sigurðsson, sem vinnur hjá Hópsnesi ehf. í Grindavík, hefur verið á fullu undanfarna daga að undirbúa saltvertíðina, sem nær hámarki í mars. Hann sagði nýbúið að fylla allar birgðageymslur og þrjú þúsund tonn af salti biðu afgreiðslu. Hópsnesið sér öllum fiskvinnslum á Suðurnesjum fyrir salti. "Það fer mikið eftir fiskeríinu hvað þessar birgðir endast lengi. Við tökum sennilegast salt inn aftur í febrúar," sagði Guðmundur. Í marsmánuði í fyrra hafi farið um þrjú þúsund tonn. Saltið er aðallega notað þegar fiskur er flattur og lagður í salt. Guðmundur segir saltið einnig notað í flök þegar þau eru lögð í saltpækil. Hann segir tímana breytta og afköstin miklu meiri. Tæknin hafi rutt sér til rúms í þessu eins og öðru. Þó sé eitt og eitt fyrirtæki þar sem fiskurinn sé enn þá flattur í höndunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar