Húsflutningar undir Eyjafjöllum

Morgunblaðið RAX

Húsflutningar undir Eyjafjöllum

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er ótrúlega lítið mál," voru orð sem Guðmundur Gíslason frá Selsundi lét falla þegar stór kranabíll lyfti 15 tonna húsi hans, sem stóð á jörðinni Núpakoti í Rangársveit, í vikunni. Nokkuð er um liðið síðan Guðmundur festi kaup á húsinu og ætlunin var að flytja það heim að Selsundi undir Heklu sem er um 80 kílómetra leið. "Okkur vantaði íbúðarhús," sagði Guðmundur og átti við eiginkonu sína, Björk Rúnarsdóttur og dótturina Gunnheiði, sem er innan við ársgömul. Hann segir húsið vel byggt og henta fjölskyldu sinni vel myndatexti: Guðmundur Gíslason frá Selsundi réttir hús sitt af þegar því er lyft með stórum krana á vörubílsvagn til flutnings.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar