Félagsþjónustan í Reykjavík

Þorkell Þorkelsson

Félagsþjónustan í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík hefur orðið vart töluverðrar aukningar þeirra sem sækja um aðstoð. Hópurinn er fjölbreyttari en áður og sama á við aðstoðina sem þeim er veitt. Hjá okkur fer hæst hlutfall af fjárhagsaðstoðinni til atvinnulausra eða rúmlega 40%, enda eykst fjárhgsaðstoð samhliða auknu atvinnuleysi," segir Sigríður Jónsdóttir framkvæmdastjóri þróunarsviðs Félagsþjónustunnar. "Þegar þeir sem fá fjárhagsaðstoð eru greindir út frá fjölskyldugerð er lang stærsti hópurinn í gegnum árin einhleypingar með eða án barna. Einhleypar konur og einstæðar mæður eru helmingur þeirra sem fá fjarhagsaðstoð. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Það er viðurkennd staðreynd að það þarf tvær fyrirvinnur til að sjá fjölskyldu farborða í íslensku samfélagi." myndatexti: Starfsmenn Félagsþjónustunnar í Reykjavík, f.v.: Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Kristjana Gunnarsdóttir, forstöðumaður borgarhlutaskrifstofu við Suðurlandsbraut, og Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar