Hjörtur Gíslason

Jim Smart

Hjörtur Gíslason

Kaupa Í körfu

Reykjavík er þriðja stærsta verstöð landsins," segir Hjörtur Gíslason. "Héðan eru gerð út 5 frystiskip, þrír ísfisktogarar, þrír togbátar, þrjú nótaskip, 12 vertíðarbátar og einn línubátur. Þessir aðilar hafa yfir að ráða rúmlega 35.000 þorskígildum og eru því stór hluti af atvinnurekstrinum í Reykjavík. Á þessum skipum eru um 450 manns með föstum afleysingarmönnum. Mikill afli kemur því af skipunum og eru flestallir meginmarkaðir í veröldinni undir. Fiskur frá Reykjavík fer um alla Evrópu, til Bandaríkjanna, Brasilíu og Japans. Segja má að af þessum flota og vinnslu tengdri honum komi allar tegundir sjávarafurða nema skel. Við leggjum nánast eitthvað til alls staðar." myndatexti: Hjörtur Gíslason, formaður Útvegsmannafélags Reykjavíkur, telur fullmikið þrengt að starfsemi sjávarútvegsins við Reykjavíkurhöfn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar