Amadeus

Amadeus

Kaupa Í körfu

HANN hefði orðið 247 ára á morgun, "hefði hann lifað"; - en hvað er líf og hvað er ekki líf? Víst er að Wolfgang Amadeus Mozart lifir góðu lífi í tónlist sinni, og í tilefni af þessu góða lífi, hafa nokkrir íslenskir tónlistarmenn komið á þeirri hefð að fagna afmæli tónskáldsins með tónleikum. Að þessu sinni verða tónleikarnir á Kjarvalsstöðum, sjálfan afmælisdaginn, á morgun kl. 20. Flytjendur eru fiðluleikararnir Laufey Sigurðardóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari. Þau leika Dúó fyrir fiðlu og víólu, tvo strengjakvartetta sem Mozart samdi á bernskudögum sínum, og loks leika þau Klarinettukvintett hans myndatexti: Gestgjafar í 247 ára afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozarts á Kjarvalsstöðum eru Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Einar Jóhannesson, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar