Birgitta Dröfn Sölvadóttir

Margrét Ísaksdóttir

Birgitta Dröfn Sölvadóttir

Kaupa Í körfu

UNDANKEPPNI fyrir söngvakeppni félagsmiðstöva landsins var haldin hér í Hveragerði í byrjun vikunnar. Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól hefur nú verið opnuð aftur eftir gagngerar breytingar og stækkun. Stóra Samféskeppnin verður svo haldin í dag, laugardag, í Laugardalshöllinni, þar sem saman koma söngvarar frá öllum félagsmiðstöðvum og reyna með sér. Alls voru fjögur atriði sem kepptu um að komast í stóru keppnina. Kynnar kvöldsins voru þau Ágúst Leó Sveinsson og Sunna Björk Guðmundsdóttir, en þau eru í unglingaráði Skjálftaskjóls. Dómnefndin í ár var skipuð þeim Bryndísi Valdimarsdóttur kennara, Margréti Stefánsdóttur tónlistarkennara og Magna Ásgeirssyni tónlistamanni, söngvara hljómsveitarinnar Á móti sól. Bikarinn og farseðil í Samféskeppnina hlaut Birgitta Dröfn Sölvadóttir, en hún söng lagið Brúin yfir boðaföllin. Þess má geta að Birgitta vann einnig keppnina s.l. ár, þannig að hún er ekki alveg ókunnug þessari keppni. Forstöðumaður Skjálftaskjóls er Yngvi Karl Jónsson og með honum starfar Sævar Þór Helgason. myndatexti: Magni Ásgeirsson afhendir Birgittu Dröfn Sölvadóttur bikarinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar