Jónas Erlendsson í Fagradal

Morgunblaðið RAX

Jónas Erlendsson í Fagradal

Kaupa Í körfu

Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal, hefur búið til kamínu úr bobbingum. "Þessir bobbingar liggja í þúsundatali í fjörum hringinn í kringum landið," segir Jónas. Sjálfur hefur hann hirt nokkra sem hann fann í Fagradalsfjöru og farið með heim. Hann segist hafa fengið hugmyndina þegar hann sá bobbing notaðan sem grill. Hafði hann þá verið sagaður í tvennt og grind sett ofan á. Síðan þá hafi hann frétt af nokkrum álíka kamínum annars staðar. Myndatexti: Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal, yljar sér við kamínuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar