Fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðisflokksins

Jim Smart

Fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðisflokksins

Kaupa Í körfu

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gerði smávægilegar breytingar á framboðslistum sjálfstæðismanna í Reykjavík frá niðurstöðu prófkjörs reykvískra sjálfstæðismanna í nóvember sl., en listarnir í báðum kjördæmunum voru samþykktir mótatkvæðalaust á fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á laugardag. Breytingarnar voru þær að Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, var færð úr þriðja sætinu á listanum í Reykjavík norður í þriðja sætið á listanum í Reykjavík suður og á móti var Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi, færður úr þriðja sætinu í Reykjavík suður í þriðja sætið í Reykjavík norður. Myndatexti: Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi og Ásta Möller alþingismaður líta yfir framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á Hótel Sögu um helgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar