Súrmatur

Súrmatur

Kaupa Í körfu

Starfsmenn í svokölluðum kjötrannsóknarhópi Matvælarannsókna Keldnaholti (Matra) vinna nú að kerfisbundinni rannsókn á súrsun og gæðum súrmatar. Eitt markmiðið er að leita leiða til þess að tryggja meiri og jafnari gæði framleiðslunnar. Þar gegnir mysan lykilhlutverki en í ljós hefur komið að gæði mysunnar eru nokkuð breytileg. Ástæðan er meðal annars ólíkar verkunaraðferðir á skyri, segir Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og einn liðsmanna kjöthópsins. Starfsmenn Matra hafa súrsað slátur, lifrarpylsu, blóðmör og sviðasultu í pylsugörnum til þess að flýta vinnsluferlinu og smökkuðu 18 tegundir súrmatar í gær. Þeirra á meðal voru Irek Klonowski matvælaverkfræðingur og Ásbjörn Jónsson matvælafræðingur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar