Snjókallagerð á gangstéttinni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Snjókallagerð á gangstéttinni

Kaupa Í körfu

VETURINN er loks farinn að gera vart við sig syðra. Skoðanir manna eru misjafnar og sumum finnst skammdegið þrúgandi þegar snjórinn er enginn en aðrir fagna því að geta ekið eftir auðum götum og þurfa ekki að skafa af bílum. Þessar stúlkur úr 9. bekk Hagaskóla virðast hinar ánægðustu með snjóinn og sú stutta lætur ekki deigan síga við snjókarlagerð. Hver veit nema unnt sé að skella sér á skíði eða snjóbretti í Bláfjöllum í dag en þar er stefnt að því að opna í fyrsta skipti fyrir almenning í vetur ef veður leyfir. Veðurstofan spáir því raunar að það létti til sunnan- og vestanlands og kólni en að hætt verði við éljum í öðrum landshlutum. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar