Sjálfstæðismenn í borginni með blaðamannafund

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sjálfstæðismenn í borginni með blaðamannafund

Kaupa Í körfu

HEILDARSKULDIR Reykjavíkurborgar verða í árslok orðnar 83,5 milljarðar króna, miðað við nýsamþykkta fjárhagsáætlun fyrir árið 2003, eða um 733 þúsund krónur á hvern Reykvíking. Sögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir bentu á þetta á blaðamannafundi í gær að miðað við önnur stór sveitarfélög væru skuldir á hvern íbúa mestar í Reykjavík. Skuldaþróun borgarinnar væri með öllu óverjandi. Skoruðu borgarfulltrúarnir á meirihlutann að viðurkenna vandann og bregðast við honum. myndatexti: Sjálfstæðismenn segja að heildarskuldir á hvern íbúa séu mestar í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög. Hér eru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Björn Bjarnason og Guðrún Ebba Ólafsdóttir á fundinum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar