Ingibjörg Haraldsóttir fékk Íslensku bókmenntaverðalunin 2002

Þorkell Þorkelsson

Ingibjörg Haraldsóttir fékk Íslensku bókmenntaverðalunin 2002

Kaupa Í körfu

Ljóðabókin "Hvar sem ég verð" og fræðibókin "Þingvallavatn" hlutu bókmenntaverðlaunin Íslensku bókmenntaverðlaunin 2002 voru afhent í gær af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina "Hvar sem ég verð" og Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson hlutu verðlaunin í flokki fræðibóka fyrir ritstjórn bókarinnar "Þingvallavatn - undraheimur í mótun". ....................... Ingibjörg Haraldsdóttir sagðist engan veginn geta tekið undir það svartagallsraus sem stundum heyrðist að ljóðið væri í dauðateygjunum. Verðlaunaveitingin til hennar fyrir ljóðabókina bæri einmitt vitni um aðra skoðun. Ingibjörg vitnaði til Egils Skalla-Grímssonar og benti á að ljóðið hefði bæði bjargað lífi hans og reist hann upp úr þunglyndi eftir sonarmissi. "Líknar- og lækningamáttur ljóðsins hefur lengi verið þekktur." MYNDATEXTI: Ingibjörg Haraldsdóttir tekur við verðlaununum fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar