Reynir Már Ásgeirsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Reynir Már Ásgeirsson

Kaupa Í körfu

SEX ára smíðaði Reynir Már Ásgeirsson fyrsta skartgripinn. Mikið stóð til því hann ætlaði að bjóða stelpu, sem hann var skotinn í, heim til sín að horfa á myndband með Strumpunum...og gefa henni frumsmíðina; silfurhring, hvorki meira né minna. Hann man ekki nákvæmlega hvernig hringurinn leit út en gerir ráð fyrir að hann hafi verið vel frambærilegur enda naut hann dyggrar aðstoðar föður síns, Ásgeirs Reynissonar gullsmiðs, við þetta vandaverk. Hann rámar í að sú stutta hafi orðið voðalega hrifin. Reynir Már er tvítugur og fjórði ættliðurinn í beinan karllegg sem smíðar úr gulli og silfri. myndatexti: Naflaskart úr gulli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar