Vetrarhátíð - Verðlaunarhafar

Vetrarhátíð - Verðlaunarhafar

Kaupa Í körfu

Njála á rússnesku, pallborð um hlátur og finnsk þvottasnúrumúsík VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík verður haldin í annað sinn dagana 27. febrúar til 2. mars. Hátíðin var formlega kynnt í Ráðhúsinu í gær um leið og borgarstjóri undirritaði samstarfssamninga við bakhjarla hátíðarinnar, Orkuveitu Reykjavíkur og Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Ráðgert er að gera Vetrarhátíðina að árlegum viðburði, sem lífgi upp á höfuðborgarsvæðið yfir vetrartímann, en það er nýstofnuð Höfuðborgarstofa sem sér um skipulag hennar og kynningu dagskrár. MYNDATEXTI: Verðlaunahafarnir í vetrarhátíðarsamkeppninni með borgarstjóra. Ilmur María Stefánsdóttir, sem hlaut fyrstu verðlaun, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Stefán Geir Karlsson og Alfreð Sturla Böðvarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar