Pabbastrákur

Pabbastrákur

Kaupa Í körfu

ÆFINGAR hófust í Þjóðleikhúsinu í gær á Pabbastrák nýju leikriti eftir Hávar Sigurjónsson. Í leikritinu er fjallað um hvernig faðir og móðir bregðast við samkynhneigð sonar síns og hvernig þau viðbrögð kalla fram fordóma og ást í ýmsum myndum./Leikstjóri Pabbastráks er Hilmar Jónsson. Leikendur eru Ívar Örn Sverrisson, en þetta er frumraun hans í Þjóðleikhúsinu, Atli Rafn Sigurðarson, Valdimar Örn Flygenring og Edda Heiðrún Backman. Lýsing er í höndum Kjartans Þórissonar, höfundur leikmyndar og búninga er Finnur Arnar Arnarsson og leikstjóri er Hilmar Jónsson. MYNDATEXTI: Höfundur, leikendur og aðrir aðstandendur Pabbastráks í Þjóðleikhúsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar