Nemendaleikhúsið Tattú

Þorkell Þorkelsson

Nemendaleikhúsið Tattú

Kaupa Í körfu

FYRIR þá sem unna leikhúsinu ætti að vera regla að sjá alltaf sýningar Nemendaleikhússins. Þar er undantekningalaust hægt að sjá og finna þann gríðarlega kraft sem ólgar í leikurum framtíðarinnar. Leikurum sem þyrstir í að sýna og reyna það sem þeir hafa lært og upplifað í þrjú ár í leiklistardeild Listaháskólans áður en Nemendaleikhúsið tekur við á fjórða og síðasta árinu. Þar er draumaleikhúsið lagt upp í hendurnar á þeim og unnið með færu atvinnufólki sem á auðvitað einnig við um námið í skólanum myndatexti: Í stuttu máli er sýningin forvitnileg og áhugaverð þar sem hún reynir að afmá mörkin milli skáldskaparþáttanna og forðast hefðbundið leikhús með því að sprengja sig út úr ramma veruleikans

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar