Lok parketvinnslu á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Lok parketvinnslu á Húsavík

Kaupa Í körfu

Nú fer hver að verða síðastur að fá sér hið svokallaða Húsavíkurparket því stjórnendur Skipaafgreiðslu Húsavíkur ehf. hafa ákveðið að hætta framleiðslunni. Að sögn Helga Pálssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er orðið einsýnt með það að reksturinn skili ekki þeirri framlegð sem til þarf og því sé skynsamlegra að hætta honum í tíma. Helgi segir að unnið verði úr því hráefni sem til er og dugar það til framleiðslu í um hálfan mánuð og allri vinnu verði lokið um mánaðamótin apríl-marz . Myndatexti: Það styttist í lok parketvinnslu á Húsavík en vinna við hana heldur þó áfram næstu tvær vikur eða svo. Leiðrétting 20030206: Vinna í hálfan annan mánuð Í frétt um framleiðslu parkets á Húsavík í Morgunblaðinu mánudaginn 3. febrúar segir að eftir sé hálfs mánaðar vinna við að klára það hráefni sem til er en rétt er að það er tekur um 11/2 mánuð að klára þetta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar