Hópferðabíll útaf

Sigurður Jónsson

Hópferðabíll útaf

Kaupa Í körfu

"Við vorum auðvitað dauðskelkaðir og okkur brá heilmikið, þetta gerðist svo hratt. Bíllinn fékk á sig vindhviðu og var svo bara kominn útaf," sagði Heiðar Þór Karlsson, einn farþega í hópferðabíl með um tuttugu knattspyrnupilta frá Selfossi sem fauk útaf veginum undir Ingólfsfjalli um tíuleytið á sunnudagskvöld og hafnaði í skurði fyrir neðan veginn. Mjög hvasst var og gekk á með miklum vindhviðum. Ein þeirra hreif bílinn með sér en ökumaðurinn gat stýrt honum þannig að hann valt ekki. Enginn piltanna sem voru með í rútunni slasaðist. MYNDATEXTI: Hópferðabíllinn í skurðinum fyrir neðan veginn undir Ingólfsfjalli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar