Eldvarnarverðlaun - Brunavarnaátak 2002

Eldvarnarverðlaun - Brunavarnaátak 2002

Kaupa Í körfu

24 BÖRN í 3. bekk í grunnskólum víðs vegar af landinu unnu til verðlauna í eldvarnagetraun Brunavarnaátaks 2002 og fór verðlaunaafhending fram í slökkvistöðinni í Hafnarfirði í fyrradag. Efnt var til eldvarnagetraunarinnar í tilefni Eldvarnaviku 25. nóvember til 1. desember, en þá heimsóttu slökkviliðsmenn nær alla grunnskóla landsins, hver á sínu starfssvæði, og lögðu sérstök verkefni fyrir nemendur og ræddu eldvarnir og öryggismál við þá. MYNDATEXTI: Átta verðlaunahafar á Slökkvistöðinni. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Óli Sigurjónsson, Halldór Gauti Kristjánsson, Guðmundur Jónsson og Jón Ingi Guðjónsson. Neðri röð frá vinstri: Hjördís Björg Hermannsdóttir, Hekla Diljá Hlynsdóttir, Elísabet Brynjólfsdóttir og Hera Jónsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar