Hljómsveitin Fritz

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Hljómsveitin Fritz

Kaupa Í körfu

TÓNLISTAR- og dægurmenningartímaritið Sánd stóð fyrir hljómsveitakeppni síðasta haust, sem var um margt nýstárleg. Fólst keppnin í því að hljómsveitum var boðið að senda inn kynningar- og prufuupptökur með tónlist sinni og myndi sigursveitin fá að launum aðstöðu í hljóðveri IMP (gamla Hljóðrita) til að taka upp þrjú lög. Alls 27 hljómsveitir kepptu svo til úrslita og bárust lög á ýmiss konar formi; geisladiskum, tölvuskrám, segulböndum, mini-diskum og meira að segja á myndbandi. Sjö manna dómnefnd fagmanna af fjölmiðlum skar svo úr um sigurvegarann. Þrjár sigursveitir voru valdar. Sigurvegararnir, Fritz, leika melódískt rokkpopp en sú er hafnaði í öðru sæti, Lunchbox, leikur melódískt pönkrokk í anda Green Day, Blink 182 og Sum 41. Þriðja sætið fór svo til harðkjarnasveitarinnar Unborn sem leikur bylmingsrokk að hætti Mínuss og Andláts. Flestar sveitir keppninnar léku einhvers konar afbrigði af hörðu bílskúrsrokki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar