Fundur í Sjávarútvegsráðuneytinu

Fundur í Sjávarútvegsráðuneytinu

Kaupa Í körfu

Skýrsla nefndar um fiskmarkaði Lagt er til í nýrri skýrslu nefndar um fiskmarkaði að starfsemi innlendra fiskmarkaða verði þríþætt í framtíðinni: Gólfmarkaður (uppboð á lönduðum afla) og tilboðsmarkaður þar sem seljendur og kaupendur gera tilboð um sölu eða kaup á fiski í gegnum síðu á Netinu, en í dag er allur fiskur boðinn upp í einu og gildir þá einu hvort hann er á staðnum eða óveiddur. Telja nefndarmenn að núverandi kerfi stuðli að óeðlilegri verðlagningu þar sem að óvissa og misræmi skapast af því að selja fisk sem ekki er á staðnum, og á jafnvel eftir að veiða, með fiski sem er á staðnum. MYNDATEXTI: Kristján Pálsson, formaður nefndar um fiskmarkaði, kynnir niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi með sjávarútvegsráðherra í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar