Íþróttamaður ársins á Húsavík kjörinn

Hafþór Hreiðarsson

Íþróttamaður ársins á Húsavík kjörinn

Kaupa Í körfu

Knattspyrnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason úr Völsungi var kjörinn Íþróttamaður Húsavíkur fyrir árið 2002. Kiwanisklúbburinn Skjálfandi stóð fyrir kjörinu að venju en íþróttafélögin sjá um að tilnefna íþróttamennina, annars vegar yngri en 16 ára og hins vegar 17 ára og eldri. Í öðru sæti í kjörinu varð Pálmar Pétursson unglingalandsliðsmaður í handknattleik og leikmaður með Val í Reykjavík, í þriðja sætinu varð síðan Gísli Haraldsson hestamaður og hrossaræktandi úr Hestamannafélaginu Grana á Húsavík. MYNDATEXTI: Það var áberandi við verðlaunaveitinguna hversu margir verðlaunahafa voru fjarverandi vegna æfinga með félags- og/eða landsliðum. Björg Jónsdóttir, t.v., tók við verðlaunum fyrir son sinn, Pálma Rafn Pálmason, og Sólveig Jónsdóttir fyrir son sinn, Pálmar Pétursson. Með þeim á myndinni er Gísli Haraldsson sem varð í þriðja sæti í kjörinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar