Skútufjölskylda frá Frakklandi

Gunnlaugur Árnason fréttaritari

Skútufjölskylda frá Frakklandi

Kaupa Í körfu

Frönsk fjölskylda hefur vetursetu í Stykkishólmshöfn Það fer ekki mikið fyrir skútu sem liggur bundin við festar í Stykkishólmshöfn. En þegar betur er að gáð er mikið um að vera þar um borð. Þar hefur búið í vetur fjögurra manna fjölskylda sem kom siglandi frá Frakklandi til Íslands síðastliðið sumar í þeim tilgangi að dvelja veturlangt á norðurhjara og kynnast íslenskum vetri. ... Fjölskyldan er frönsk og er frá 2.000 manna þorpi skammt fyrir utan Royan, sem er hafnarborg við vesturströnd Frakklands. Hjónin Boris og Isabelle Germes eru með börnin sín tvö stúlkuna Manon 5 ára og drenginn Símon 2 ára. Annað sem kom á óvart var hvað þau eru búin að ná góðu valdi á íslenskunni svo að enginn vandi er að tala saman á íslensku. MYNDATEXTI: Þröngt mega sáttir sitja. Franska fjölskyldan er nægjusöm. Þarna er Vignir Sveinsson að heimsækja kunningja sína um borð í skútunni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar