Björgunarsveitin Garðar

Hafþór Hreiðarsson

Björgunarsveitin Garðar

Kaupa Í körfu

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hefur í gegnum tíðina stutt ötullega Björgunarsveitina Garðar á Húsavík. Þær eru orðnar margar gjafirnar sem björgunarsveitin hefur fengið frá Skjálfanda og nú bætist við þær nýr nætursjónauki af fullkomnustu gerð, utanborðsvél á slöngubát og flotgalli. Það var Sigurgeir Aðalgeirsson sem fyrir hönd Skjálfanda afhenti Friðriki Jónssyni, formanni Garðars, gjafabréf upp á 550.000 krónur ætlaðar til kaupa á áðurgreindum hlutum. MYNDATEXTI: Frá vinstri eru Sigurgeir Aðalgeirsson, Friðrik Jónsson, Guðmundur Flosi Arnarson og Karl V. Halldórsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar