Spornað við atvinnuleysinu

Spornað við atvinnuleysinu

Kaupa Í körfu

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að veita 6,3 milljarða króna til vegagerðar og fleiri framkvæmda á næstu 18 mánuðum til að bregðast við auknu atvinnuleysi og slaka í efnahagslífinu. Að auki verður umfangsmiklum vegaframkvæmdum sem þegar höfðu verið ákveðnar flýtt. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra gera ráð fyrir að framkvæmdirnar skapi nokkur hundruð störf í ýmsum greinum atvinnulífsins. Myndatexti: Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar