Alþingi frá mai 1983 - okt.1987

Alþingi frá mai 1983 - okt.1987

Kaupa Í körfu

Alþingi frá mai 1983 - okt.1987. Stefnuræða flutt.
Myndin er tekin af því sem ráðið verður á baki frummyndar 5. desember 1984 og þar segir að Steingrímur Hermannsson (B)flytji stefnuræðu sína. Ráðherrar eru frá vinstri: Matthías Á. Mathiesen (D) viðskiptaráðherra, Jón Helgason (B) dómsmála- og landbúnaðarráðherra, Matthías Bjarnason, (D) heilbrigðis- og samgönguráðherra, Geir Hallgrímsson (D) utanríkisráðherra og síðan er sæti forsætisráðherra autt, en hann er í ræðustól. Að baki honum á forsetastóli er Þorvaldur Garðar Kristjánsson (D) og honum á hægri hönd Árni Johnsen (D) skrifari og á hinaa vinstri Þórarinn Sigurjónsson (B). Þá koma ráðherrarnir: Albert Guðmundsson (D) ffjármálaráðherra, síðan auður stóll Ragnhildar Helgadóttur (D) menntamálaráðherra, Halldór Ásgrímsson (B) sjávarútvegsráðherra, Sverrir Hermannsson (D) iðnaðarráðherra og loks Alexander Stefánsson (B) fÈlagsmálaráðherra.
Í salnum sitja eftir því sem mf. þekkir mennina frá vinstri til hægri: Efst framan við Matthías Á. Mathiesen er Svavar Gestsson (G) og Kristófer Már Kristinsson (J). Í næstu röð fyrir framan þá eru svo Skúli Alexanderson (G) og Davíð Aðalsteinsson (B). Þá sér í bakið á Kristínu Halldórsdóttur (V) og Kjartani Jóhannssyni (A). Í næstu röð sitja svo að neðan og upp, líklegast inar Kristinn Guðfinnsson (D), Eiður Guðnason (D), Guðmundur Ágústsson (S) og óþekkt kona. í fyrstu röð að ofan hægra megin í salnum eru: Ingvar Gíslason (B), Halldór Blöndal (D), Eyjólfur Konráð Jónsson (D), Kristín S. Kvaran(?) (D) og Helgi Seljan (G). Í miðröð eru að ofan: Tómas Árnason (B), Magnús Magnússon (A), Valdimar Indriðason (D), Eggert Haukdal (D) og Þorsteinn Pálsson (D). Lengst til hægri eru: Pálmi Jónsson (D) og Jón Baldvin Hannibalsson (A).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar