Thue Christiansen

Thue Christiansen

Kaupa Í körfu

Grænlenski listamaðurinn Thue Christiansen opnar sýningu á verkum sínum í anddyri Norræna hússins í dag kl. 17. Hann sýnir þar listiðnað og hönnun og notast við fjölbreyttan efnivið, m.a. tálgustein, moskusuxaskinn og hvalskíði. Christiansen er mjög virkur í listiðkun í Grænlandi, bæði sem listamaður og sem kennari og stefnumótandi. Hann tók m.a. sæti í fyrstu heimastjórn Grænlands á árunum 1979-1983 sem mennta- og menningarmálaráðherra, og er nú skrifstofustjóri menningarmáladeildar grænlensku heimastjórnarinnar. Um þessar mundir er hann í leyfi frá því starfi, og gegnir þess í stað stöðu verkefnisstjóra víðtæks verkefnis á vegum stjórnarinnar er beinist að virkjun listamanna í Grænlandi og uppbyggingu listiðnaðar um landið allt. Einnig er Christiansen vel kunnur í Grænlandi og á Norðurlöndunum fyrir listsköpun sína og hefur hannað mörg merki fyrir stofnanir og samtök, þar á meðal hér á Íslandi, myndskreytt bækur og gert skreytingar á opinberar byggingar. Kunnastur er Christiansen eflaust fyrir grænlenska fánann, sem hann hannaði árið 1985. MYNDATEXTI: Thue Christiansen

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar