Kvennagarður Kjörgarði

Sverrir Vilhelmsson

Kvennagarður Kjörgarði

Kaupa Í körfu

ÞEGAR komið er á efstu hæð Kjörgarðs má glöggt finna að sitthvað stendur til í húsnæði því sem áður hýsti Brunamálastofnun. Á gólfum standa kassar og undir veggjum bíða myndir þess að komast á rétta staði. Konurnar sem sameinast hafa undir merkjum leigutakans Kvennagarðs eru nýfluttar í húsnæðið og strax er þar kominn vísir að heimilislegu andrúmslofti sem einmitt er eitt af yfirlýstum markmiðum flutninganna. "Eiginlega er tilviljun hvernig raðast hefur saman í þennan hóp, ein fréttir af annarri eins og gengur, en eftir á að hyggja er samsetningin mjög skemmtileg. Þetta á allt svo ágætlega saman," segir Elísabet Þorgeirsdóttir, einn af forsprökkum Kvennagarðs og ritstýra tímaritsins Veru, sem hefur komið sér fyrir í fyrstu skrifstofu til hægri. Tímaritið, sem orðið er tuttugu ára og tengdist áður Kvennalistanum, er nú rekið af hlutafélaginu Verunum sem óháð, femínískt tímarit myndatexti: Nokkrar af konunum á fjórðu hæðinni: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur Kvennakirkjunnar, Yrsa Þórðardóttir sálgreinir, Ingibjörg Hafstað, forstjóri Fjölmenningar ehf., og Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður. Í sófanum sitja Íris Sigurðardóttir blómadropakona og Elísabet Þorgeirsdóttir, ritstýra Veru. Kvennakirkjan, Vera, Fjölmenning

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar