Helgi Guðbergsson

Þorkell Þorkelsson

Helgi Guðbergsson

Kaupa Í körfu

Reykingar grunnskólanema hafa dregist saman um rúmlega þriðjung á fjórum árum UM 6,8% grunnskólanema á aldrinum 12-16 ára á Íslandi reykja og hafa reykingar þeirra dregist saman um meira en þriðjung á fjórum árum. Á helmingi heimila barna á aldrinum 10-16 ára reykir enginn en ef einhver á heimili reykir eru 50% meiri líkur á að börnin reyki. Gera má ráð fyrir að mun fleiri heimili séu reyklaus. Þetta kemur m.a. fram í könnun sem héraðslæknar gerðu í fyrravor í samvinnu við Krabbameinsfélag Reykjavíkur og með stuðningi Tóbaksvarnarnefndar. Allir grunnskólanemendur á aldrinum 12-16 ára tóku þátt í könnuninni. MYNDATEXTI: Helgi Guðbergsson yfirlæknir var meðal þeirra sem kynntu niðurstöður könnunarinnar en hún sýndi minnkandi reykingar grunnskólanema. (Hlíðarskóli blmf Tóbaksneysla grunnskólanema)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar