10.000 gesturinn í Hvalasafnið á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson fréttar.

10.000 gesturinn í Hvalasafnið á Húsavík

Kaupa Í körfu

Gestum á hvalasafninu fjölgar ÞEIM ferðamönnum sem sækja Húsavík heim hefur fjölgað mjög undanfarin ár og hefur þar mikið að segja starfsemi Hvalamiðstöðvarinnar og hvalaskoðunarferðirnar sem Norðursigling ehf. og Hvalaferðir ehf. bjóða upp á. .............Meðal þeirra sem lagt hafa leið sína í Hvalasafnið í sumar eru þau Sigurður Konráðsson og Dagbjört Jónsdóttir sem búsett eru á Seltjarnarnesi. Er þau komu í safnið á dögunum var vel tekið á móti þeim þar sem Dagbjört reyndist vera 10.000. gesturinn sem heimsækir það á árinu. Erla Sigurðardóttir, stjórnarformaður Hvalamistöðvarinnar, afhenti þeim í tilefni þess blómvönd og bók um hvali, auk þess sem þau fengu boli merkta safninu. MYNDATEXTI. Frá vinstri: Ásbjörn Björgvinsson, Sigurður Konráðsson, Dagbjört Jónsdóttir, sem er tíuþúsundasti gesturinn, og Erla Sigurðardóttir. ( á myndinni eru fv. Ásbjörn Björgvinsson, Sigurður Konráðsson, Dagbjört Jónsdóttir og Erla Sigurðardóttir. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar