Fellaskóli - Nýbreytnistarf

Fellaskóli - Nýbreytnistarf

Kaupa Í körfu

Nýbreytnistarf í grunnskólum Reykjavíkur Sýning á ýmsum nýjungum í skólastarfi í Reykjavík stóð yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Þarna gafst foreldrum og nemendum tækifæri til að skoða hvað grunnskólanemendur eru að fást við. Má búast við að áhugafólk um menntamál hafi lagt leið sína í Ráðhúsið auk þess sem þetta var kjörið tækifæri fyrir kennara og skólastjórnendur til að læra hverjir af öðrum. Allir grunnskólarnir voru með bás á sýningunni þar sem afrakstur skólastarfsins, sem og aðferðir voru kynntar. Seljaskóli var með sýningu undir yfirskriftinni "Nýtt úr notuðu" þar sem umhverfisvernd var viðfangsefnið. Gamlir bolir voru rifnir niður og fléttaðir saman svo úr varð listaverk. Einnig bjuggu nemendur til nýja skartgripi úr ónýtum gömlum skartgripum og efnisafgöngum, svo eitthvað sé nefnt. MYNDATEXTI: Verkefni Seljaskóla kallaðist "Nýtt úr notuðu". Það tengdist þemaviku skólans á haustönn um umhverfisvernd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar