Áhugasamir golfarar

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Áhugasamir golfarar

Kaupa Í körfu

Lífið er golf hjá Óskari Pálssyni og fjölskyldu 20 sinnum klúbbmeistari hjá GHR á 23 árum ÞAÐ verður að teljast harla óvenjulegt að þrír úr sömu fjölskyldunni verði golfmeistarar á sama móti. Það gerðist á meistaramóti GHR, Golfklúbbs Hellu í Rangárvallasýslu, á dögunum. Óskar Pálsson varð klúbbmeistari karla, kona hans Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir varð klúbbmeistari kvenna og sonur þeirra Andri varð klúbbmeistari drengja. Óskar er reyndar formaður golfklúbbsins og Katrín er gjaldkeri. MYNDATEXTI. Golffjölskyldan áhugasama, Katrín Björg, Andri og Óskar, með verðlaunagripina sem þau unnu til. Á skjöldinn eru skráðir klúbbmeistarar og sl. 23 ár hefur nafn Óskars verið letrað þar 20 sinnum. (Golffjölskyldan áhugasama, Katrín Björg, Andri og Óskar með verðlaunagripina sem þau unnu til á meistaramóti GHR. Á skjöldinn eru skráðir klúbbmeistarar og sl. 23 ár, hefur nafn Óskars verið letrað þar 20 sinnum.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar