Skógarhögg

Steinunn Ásmundsdóttir

Skógarhögg

Kaupa Í körfu

Héraðsskógar taka upp akkorðskerfi við grisjun. Í GÆR hófst skógarhögg á Fljótsdalshéraði og verða elstu lerkiskógarreitirnir, m.a. á Víðivöllum, Strönd og Geitagerði, nú grisjaðir. Þeir eru tuttugu til þrjátíu ára gamlir og trén fimm til níu metra há. Farið verður yfir tugi hektara og fá fimmtán skógræktarbændur vinnu við grisjunina. Myndatexti: Fimmtán skógarbændur vinna nú að grisjun lerkiskóga á Fljótsdalshéraði. Hér mundar Einar Óli Rúnarsson viðarsögina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar