Inga Björk Bjarnadóttir í "Seifi" á baki Lokks
Kaupa Í körfu
INGA Björk Bjarnadóttir veitti 50 þúsund krónum viðtöku að gjöf frá Rótarýfélagi Borgarness nýverið. Gjöfin er styrkur vegna kaupa á sérútbúnum hnakki. Inga Björk er 9 ára og hefur verið í hjólastól frá 4 ára aldri vegna vöðvasjúkdóms. Hún hefur mikið dálæti á hestum og þegar hún var yngri reiddi pabbi hennar hana fyrir framan sig. Eftir að hún stækkaði hefur það verið erfitt og gat hún þá lítið farið á hestbak. Nú hefur hún eignast hnakk sem nefnist "Seifur" og getur stundað hestamennsku með fjölskyldu sinni. Hnakkurinn er hannaður af Erlendi Sigurðssyni með því markmiði að gera fötluðum kleift að njóta þess að fara á hestbak án þess að annar einstaklingur þurfi að styðja við eða sitja fyrir aftan þann fatlaða. MYNDATEXTI: Inga Björk í hnakknum "Seifi" á baki Lokks. Bjarni Guðjónsson, pabbi hennar, teymir undir. Inga Björk er áhugasöm um hestamennsku. (Inga Björk í hnakknum ,,Seifi" á baki Lokks - Bjarni Guðjónsson pabbi hennar teymir undir)
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir