Skemmdir á Seyðisfirði

Pétur Kristjánsson Seyðisfirði

Skemmdir á Seyðisfirði

Kaupa Í körfu

Íbúðarhús léku á reiðiskjálfi í fárviðri á Seyðisfirði í fyrrinótt. MILLJÓNATJÓN varð á Seyðisfirði í sunnan ofsaveðri sem skall þar á í fyrrinótt. Björgunarstörf stóðu fram á morgun en síðdegis í gær hafði verið tilkynnt um skemmdir á 32 íbúðarhúsum, fjöldi bíla dældaðist og rúður í þeim brotnuðu, tveir skúrar gereyðilögðust og steypistöð valt á hliðina. Þetta er aðeins hluti af skemmdunum en ekki hefur verið lagt mat á heildartjón. Hreinsunarstarf hófst af fullum krafti í gær og úti um allan bæ mátti sjá menn gera við þök og negla hlera fyrir glugga.Myndatexti: Þessi bílskúr hvarf í heilu lagi í óveðrinu. Eftir standa nokkrir munir sem geymdir voru í skúrnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar