Þjóðminjasafnið 140 ára

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þjóðminjasafnið 140 ára

Kaupa Í körfu

Þjóðminjasafn Íslands er 140 ára á morgun Nú um stundir hefur einkavæðing verið mjög á dagskrá í hinu íslenska samfélagi. Í öllu skrafinu um það efni hefur aldrei heyrst ein einasta rödd sem mælir með einkavæðingu Þjóðminjasafnsins, sem á 140 ára afmæli á morgun. Ég gæti enda trúað að allflestum þætti slík hugmynd næsta fáránleg. En hvað skyldi það vera sem gerir Þjóðminjasafnið að þessu leyti svo fullkomlega ósnertanlegt og óumdeilt? "Þjóðminjasafnið er fjöregg okkar, varðveitir "kjarnann" í okkur sem þjóð. Það varðveitir þjóðararfinn, hús, muni og myndir sem eru sameign okkar allra og komandi kynslóða. Við sem vinnum hér berum ábyrgð á að varðveita þennan arf til handa komandi kynslóðum. myndatexti: Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður við hökul Jóns Arasonar sem þær Nathalie Jacqueminet og Karen Sigurkarlsdóttir eru að forverja. Líkanið hér að ofan er talið af Þór. Það fannst við bæinn Eyrarland í Eyjafirði 1815 eða 1816. Tveir bæir eru með þessu nafni við fjörðinn en ekki er vitað við hvorn þeirra líkanið fannst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar